
um verkefnið
Þessi vefsíða er hluti af verkefni í íslensku sem er um Laxdælu sögu. Við áttum að velja ákveðið þema úr sögunni. Ég ákvað að fjalla um forspár, drauma og galdra, þar sem mér fannst áhugavert að skoða hvernig þessir þættir tengjast persónunum, hvaða hlutverk þeir gegna í framvindu sögunnar og hvernig þeir endurspegla trú og viðhorf samfélagsins á víkingaöld.
Með þessari síðu vil ég setja efnið fram á einfaldan og aðgengilegan hátt, án þess að endursegja söguna, heldur með því að greina og útskýra hvað þessir þættir merkja og hvers vegna þeir skipta máli.

Um mig
Ég heiti Brynja Rut Birgisdóttir og er nemandi í VMA á 5. önn í húsasmíði. Ég ákvað að gera verkefnið mitt um Laxdælu sögu á vefsíðu. Mér fannst þetta skemmtileg leið til að vinna verkefnið og prófa eitthvað nýtt. Ég valdi að fjalla um forspár, drauma og galdra því mér fannst það áhugavert þema sem tengist bæði fortíðinni og hvernig við hugsum um hlutina í dag.
Brynja Rut Birgisdóttir
stofnandi